Espergærde. Bláu augun þín

Hó. Einu sinni var ég á ferðalagi um Nýja Sjáland og hitti undarlegan bónda sem bjó langt frá öllum, langt úti á landi. Hann hafði félagsskap af litlum grísum sem hann borðaði ekki og hænum sem verptu eggjum út um allt og hann fann aldrei eggin þeirra. Hann horfði á mig  þar sem ég stóð öðrum megin við gaddavírsgirðinu og hann andspænis mér, hinum megin gaddvírsins. Hann hafði sérkennilega sakleysisleg, blá augu.

„Þegar þú bjóst á Íslandi, varst þú þá sjómaður?“ spurði hann mig með sinni lágstemmdu röddu. Hann horfði á mig með forvitni. Hann beið andaktugur eftir svari. Augun voru alvarleg.
„Nei, ég er ekki sjómaður,“ svaraði ég.
„Hvað gerðirðu þá,“ stutt hik, „…þegar þú varst á Íslandi?“
„Ég gaf út bækur.“
Mér til mikillar undrunar, ljómaði maðurinn. Ég hef aldrei séð nokkurn svo ánægðan með gamla starfið mitt. Flestir vita ekki einu sinni hvað það þýðir að gefa út bækur (ertu prentari…. skrifar þú bækur… segja flestir). En þessi einbúi var himinlifandi.
„That’s nice, that is really nice!“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.