Espergærde. Illt í rassinum

Ég las litla frétt um daginn þar sem sagt var frá því að glæpasagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason hefði hagnast um 35 milljónir á bókaskrifum sínum síðasta ár.  Mér fannst það svo sem ekki frásögur færandi, en þannig er það nú víst að fólk hefur áhuga á peningum annarra. Það sem mér fannst þó merkilegast var að í athugasemdum lesenda við fréttina spyr lesandi: „Er hann á listamannalaunum?“ Æ, hvað fólki er stundum illt í rassinum yfir velgegni annarra.

Það er eytt miklu hugviti og stór hluti af tekjum þjóðfélagsins fer í að finna fljótfarnari leiðir – líkt og hið endanlega markmið mannkyns sé ekki að nálgast mannlega fullkomnun heldur fullkominn eldingarhraða. Merkilega mikil orka og gífurlegur tími fer í að finna tímasparnað. Nú virðast samt tölvert margir af þessum sökum lenda í eilífu tímahraki. Ég undra mig stundum á þessu, því ég farinn að kunna meta frímtíma. Þetta minnir mig á vísuna:

Sumir nota tímann
svo vel að stundum kann,
kann allur tími að fara
í það að nota hann.

ps.  Þetta er færsla númer 600 á Kaktusnum, yo!

 

dagbók

Skildu eftir svar