Hingað kom ungt par í heimsókn með skólaverkefni. Þau áttu víst að leika blaðamenn, menningarblaðamenn og ég var fórnarlambið. Þetta var allt harla óvænt. Það er hingt á bjölluna og ég geng fram í gang til að opna dyrnar. Fyrir utan stendur ung stúlka með ljósa lokka og blá augu. Og einu skrefi aftar stendur lávaxinn, svarhærður drengur með brú, grallaraleg augu.
„Fyrirgefðu að við komum án þess að gera boð á undan okkur,“ sagði stúlkan, „en við eigum að skila verkefni í menntaskólanum á morgun og okkur datt í hug að fá þig með í verkefnið… Við búum hérna neðar í götunni.“
„Nú, já,“ sagði ég hissa. Ég kannaðist satt að segja ekki við þetta unga fólk sem horfði tvístígandi á mig. „Um hvað snýst verkefnið?“
„Við eigum að leika menningarblaðamenn og taka viðtal við menningar… eitthvað… og já, þú ert hérna menningar… ehh, já, menningareitthvað,“ stúlkan brosti vandræðalega.
„Hérna, þú gefur út bækur… er það ekki,“ sagði drengurinn sem steig nú tvo skref fram. „Gætirðu ekki svarað nokkrum spurningum og reddað verkefninu okkar?“
„Jú, það get ég. Komiði inn.“
(iPhone settur á borðið og ýtt á record)
Fyrsta spurning: Hvað ertu að lesa akkúrat núna?
„Ég les þrjár bækur í augnablikinu, Saklaust blóð, P.D. James. Glæpasaga sem kom út fyrir mörgum árum en ég las nýlega að þar væri að finna besta twist bókmenntasögunnar, eða í það minnsta best útfærða twist bókmenntasögunnar. Ég veit ekki hvort þetta sé rétt. En nú les ég bókina til að komast að því. Ég les líka Ástkonu franska lautinantsins, John Fowles. Ég las bókina fyrir mörgum árum og hún hafði gífurleg áhrif á mig. Nú langar mig að lesa hana aftur. Ég hitti nefnilega rithöfund sem sagði að hún hefði notað frásagnarform þessarar bókar sem skapalón fyrir sína bók sem nú er orðin mjög fræg. Og svo er ég að lesa bók sem hefur vakið töluverða athygli út í hinum stóra heimi: The Fact of a Body eftir Alexandra Marzano-Lesnevich. Eins konar sjálfsævisaga og um leið rannsóknarskýrsla um gamalt morðmál í Bandaríkjunum fyrir 20 árum.
Önnur spurning: Hvaða tónlist hlustar þú á í augnablikinu?
Hehe, það er svolítið fyndið að ég hlustaði í gær á plötu Bubba Morthens, Tungumál. Bubbi er í augum Íslendinga það sama og Kim Larsen er í augum Dana. Ágæt plata hjá Bubba… Ekkert stórkostlegt. Svo hlusta ég aftur og aftur á Tom Waits, bæði nýjar og gamlar plötur og Sampha, tónlistarmann frá London, nýju pötuna hans Plastic.
Þriðja spurning: Hvað sjónvarpsþáttaröð horfir þú á?
Enga. Ég horfi ekki á neinar séríur. Sorry.
Fjórða spurning: Með hverjum vildir þú helst drekka kaffi? Sem sagt kulturpersónu?
Mig langar dálítið að spjalla við Bjarke Engels arkitekt. Ég held að hann sé svolítið athyglsiverður. Hann er að minnsta kosti góður að segja sögur í kringum verkefnin sín. Af íslenskum listamönnum held ég að mér þætti gaman að tala við Auði Övu ef hún er í stuði til að tala af skynsemi við mig. Hún er dálítið athyglisverð. Ég hlustaði á hana í útvarpi fyrir nokkrum vikum og fannst margt í hana spunnið. Þetta dettur mér bara svona í hug út í loftið.
Takk fyrir!