Espergærde. Þegar ég verð elliær

Ég segi alltaf  við börnin mín þegar mér finnst ég ekki alveg í takti og verð hræddur við ellina að þau skuli bara passa upp á að ég hafi músik ef ég verð elliær. Annað þurfi þau ekki að gera. Tónlist er mitt eilífa sálarsmyrsl.

Mér var sent þetta lag í fyrradag sem ég hef spilað á repeat síðan. Barry Adamson, höfundur lags, samdi t.d. hluta af soundtrackinu í mynd David Lynch, Lost Highway.  Það er líka Mulholland Drive (sú ógleymanlega Lynch-kvikmynd) yfir þessu lagi. Það er vinur minn, Nick Cave, sem syngur. Æ, hvað þetta er flott.

Mér er líka ánægja að tilkynna að þetta er dagbókarfærsla númer 606.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.