Ég segi alltaf við börnin mín þegar mér finnst ég ekki alveg í takti og verð hræddur við ellina að þau skuli bara passa upp á að ég hafi músik ef ég verð elliær. Annað þurfi þau ekki að gera. Tónlist er mitt eilífa sálarsmyrsl.
Mér var sent þetta lag í fyrradag sem ég hef spilað á repeat síðan. Barry Adamson, höfundur lags, samdi t.d. hluta af soundtrackinu í mynd David Lynch, Lost Highway. Það er líka Mulholland Drive (sú ógleymanlega Lynch-kvikmynd) yfir þessu lagi. Það er vinur minn, Nick Cave, sem syngur. Æ, hvað þetta er flott.
Mér er líka ánægja að tilkynna að þetta er dagbókarfærsla númer 606.