Espergærde. Hvað veldur?

Ég er enn ekki mættur á skrifstofuna heldur sit hér heima i eldhúsinu. Hef setið yfir þýðingunni fyrir Palla í morgun. En hér á heimilinu er mikil tilhlökkun, svo mikil að Sus er líka heima. Hvað veldur? Já, hvað veldur?

Í síðustu viku kom bréf frá Einar Fal, Effa, þar sem hann boðaði komu sína hingað á mánudagsmorgni. Og þegar Effi boðar komu sína kastar maður öllu frá sér og undirbýr komu hans.

Að öðru. Pizzuveislan heppnaðist í alla staði stórvel. Nágrannar okkar komu í pizzu og náðu að klára þær tólf pizzur sem voru framleiddar. Ofninn hélt sér í 350 gráðum og bökunartími var að meðaltali 3 mínútur. Topp nice. Yo!

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.