Espergærde. 10.000 skref.

Ég hef komist að því að ég þarf að ganga 10.000 skref á dag til að hafa það gott. Um helgina hreyfði ég mig allt of lítið – ég var heima að sinna sjúklingnum – svo nú finn ég hvað ég er þungur og slappur. En hins vegar, þökk sé hinni miklu inniveru, náði ég markmiði mínu og þýddi það sem ég hafði ætlað mér.

Þegar ég vaknaði í morgun varð mér hugsað til kennara míns í 10. bekk. Sigurðar Eggerts Davíðssonar. Ég veit ekkert hvað varð um þann mann, en hann kenndi mér einn vetur í Ármúlaskóla og hann setti sálarlíf mitt á hliðina í skólanum með fautagangi sínum, að mér fannst. Hann vissi aldrei hvað ég hét, kallaði mig alltaf Brynjólf. En í nótt, eins og svo oft áður, dreymdi mig að ég þyrfti að fara í próf hjá honum, en ég var ólesinn og vissi ekkert. Þetta er mín martröð.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.