Espergærde. Hin talandi stétt

„Hin talandi stétt,“ var fyrsta hugsun morgunsins. Ég viðurkenni að stundum verð ég pirraður. Það er sjaldan, en það hendir. Og ég er ekki stoltur yfir að pirra mig, það er ósjarmerandi. Stærsta uppspretta ergelsins mín er það sem ég kalla hina talandi stétt. Fyrir þeim er allt tal, bara tal. Það er hæðst að fólki, það er gert lítið úr fólki, fólki er gert upp illur vilji. Að mér læðist stundum sá vondi grunur að talið eigi frekar að vekja athygli á þeim sem talar en því sem hann talar um. Hinn svokallaði like-þorsti.

Ég veit ekki hvað hin talandi stétt vill. Hverjar eru skoðanir hinnar talandi stéttar? Ég hef auðvitað skilið að hin talandi stétt er óánægð en ég efast um að hún verði nokkurn tíma ánægð. Því spyr ég: hvað þarf til að gera hina talandi stétt ánægða? Ég er til í að leggja mitt af mörkum. Tell me.

Í gær notaði ég meira en sex klukkutíma af deginum til að setja saman IKEA húsgagn. Á meðan ég skrúfaði og sló með hamrinum hlustaði ég á podcast. 1. Ég puða. 2. Ég hlusta.

Í dag hef ég ekki svo stórar áætlanir. Ég ætla þó að setja upp lampa og kannski spila ég tennis. Allt er opið og ég lofa að taka ákveðin og markviss skref í átt til þess sem ég vil.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.