Espergærde. „Þú skrifar.“

Stundum finnur maður að kroppurinn er að eldast. Ég spilaði harðan fótboltaleik á móti Humlebæk í gær og ég gat næstum ekki gengið niður tröppurnar í morgun. (Fyrir þá sem eru áhugasamir unnum við 4-1. Ég hef líka fengið fyrirspurnir um hvort ég sé aftur kominn í byrjunarliðið. Svarið er einfalt. Já. Ég hef spilað frá upphafi leiks í síðustu fjórum leikjum. Það var bara þessi eini leikur á móti tyrknesku leigubílstjórunum þar sem ég þurfti að verma bekkinn. Það gerist ekki aftur).

Í gær las ég gamalt viðtal við William Faulkner, bandaríska rithöfundinn. Hann var spurður út í galdurinn á bak við bækurnar hans.
Blaðamaðurinn: „Hvernig verður maður góður rithöfundur?“
„Þú skalt ekki vera rithöfundur eða kalla þig rithöfund. Þú skrifar. Að vera rithöfundur er svo staðnað. Að skrifa felur í sér hreyfingu, virkni, líf. Þegar þú hættir að hreyfa þig ertu dauður. Það er aldrei of snemmt að byrja að skrifa, þú þarft bara að kunna að lesa.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.