Stór dagur í lífi þjóðar. Í dag er fullt tungl og nýtt Ljóðabréf frá TUNGL útgáfunni á leiðinni. Ég veit ekki hvenær mér berst bréfið hingað til útlanda, ég hef reynt að gerast kostunarmaður og ég vona að það hafi gengið í gegn. Ég er fullur aðdáunar yfir konseptinu, gleðinni og andanum í kringum Ljóðabréfsútgáfuna. Stórkostlegt. Hugmyndir Ragnars Helga og Dags Hjartarsonar eru svo uppliftandi. Ég vildi að ég hefði fengið jafngóðar hugmyndir þegar ég var útgefandi. Mér finnst satt að segja ekki skipta neinu máli hvort fólk gerist áskrifendur eða ekki. Hugmyndin er svo stórgóð að það eitt og sér lyftir totalhamingjustuðlinum í heiminum um mörg þúsund stig.
Annars get ég líka (fyrst ég er á annað borð með fingurna á hnappaborðinu) upplýst tvö afrek á vettvangi íþróttanna. Í fyrsta lagi vann ég tennisleik morgunsins. 6-3 voru tölurnar fyrir þá sem eru áhugasamir um tölur og niðurstöður, og mótherjinn var Thomas Dunk, duglegi maðurinn.
Ég spilaði fótboltaleik á móti Helisingör IF í gær, mitt lið (Espergærde IF) vann 6-4 og ég skoraði eitt mark (þrumuskot af 30 metra færi, stöngin inn (ha!)) og átti eina stoðsendingu, yo! Gaman.