Espergærde. Minn maður fær verðlaun

Hó. Ég sagði í morgun að dagurinn í dag væri stór í lífi þjóðar. Fimmtudagurinn 5. október. Ég sagði þetta vegna þess að við sem tölum íslensku eigum von á glaðningi; Ljóðabréfi frá TUNGLINU, útgáfufélaginu.

En það er önnur ástæða fyrir því að ég, prívat og persónulega, get kallað þennan dag stóran í mínu lífi. Ishiguro, Kazuo Ishiguro, minn maður, fékk sjálfan Nóbelinn fyrir nokkrum mínútum. Þessu verður haldið til haga í dagbókinni. Ég er búinn að senda honum kveðju og bjóða honum í heimsókn til að ræða framhaldið. Yo!

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.