Kastrup. Slíkt gleður

Sit á flugvelli. Ekki í fyrsta skipti. Nú á leið til Íslands og við hliðina á mér situr vinur minn Ole arkitekt. Hann ætlar að koma með til Íslands til að skoða landið og byggingarsvæði og ég veit ekki hvað.
Ég hef haft gífurlegan meðvind síðustu daga. Allt byrjaði með stórglæsilega marki í fóboltaleiknum með fótboltaliðinu mínu, fast skot af 30 metra færi, svo fast var skotið að boltinn lá 25 cm frá jörðu frá því ég tók skotið og þar til boltinn lá í netinu. Gífurlega falleg sýn. Slíkt gleður mann.
Morguninn eftir vann ég tennisleik á móti duglega manninum, og það var fallegt tennisspil í mínum augum, yo! Tennisboltinn þaut í hvínandi hraða út í horn vallarins svo mótherji minn hljóp eins og hauslaus hani á eftir boltanum. Slíkt gleður mann
Klukkan 13.00 þennan sama dag fékk ég þá ánægjuleg tíðindi að nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum var að mínu skapi. Ekki bara að mínu skapi, þetta var minn maður. Slíkt gleður mann.
Og svo kom að fótboltaleiknum á móti Tyrklandi! 0-3! Frábær úrslit sem gleðja mann!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.