Hvalfjörður. „Góðan daginn, góðan daginn.“

Ég er orðinn svo mikill útlendingur á Íslandi. Það finn þegar ég sit hér á Hótel Glymur við morgunverðarborðið og salurinn er hálffullur í íslenskum fjölskyldum á leið í morgunmat. Flestir eru á efri árum og það er glens og galsi í mannskapnum. Í gærkvöldi var samkvæmi hér og gestir samkvæmisins eru nú að tínast fram. Menn slá kumpánlega á axlir hvor annars og reka upp lítið hláturgelt. „Ertu búinn að jafna þig? He!.“
„Já, góðan daginn, góðan daginn.“

Það er eitthvað sveitalegt yfir öllu.
„Jæja, Kári minn, ertu bara löngu vaknaður,“ segir maður um sjötugt við annan mann um sjötugt.
„Nei, ég stillti bara vekjarklukkuna á að vekja mig klukkan átta. En þú?“
„Ég vaknaði bara eins og venjulega. Klukkan sjö.“
„Já.“
„Já, já.“
Þögn
„Á maður ekki að fá sér svolítinn morgunmat?“

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.