Espergærde. Furðuleg nálgun

Ég er einn á skrifstofunni í dag og ég nýti mér aðstæðurnar með því að spila tónlistina mína  með góðum hljóðstyrk. Nú er það Björk, íslenska tónlistarkonan, sem er á fóninum hjá mér. Einhvern veginn hef ég misst af síðustu plötum hennar og nú er ég að bæta mér það upp, á fullum hljóðstyrk. Í framhjáhlaupi nefni ég, að ég sá Björk, íslensku söngstjörnuna, út undan mér á veitingastað í Reykjavík í fyrradag. Það fannst mér dálítið gaman þar sem ég hef haft þetta Björk-endurspilunarproject í gangi í síðustu vikurnar.

Það er eiginlega fyndið að mér finnst oft það fréttnæmasta úr ferðum mínum til annarra landa hvað ég er að lesa í ferðinni. Það er aldeilis furðuleg nálgun á ferðalag. En ég upplýsi hér að ég endurlas bók Knud Hamsun, Loftskeytamaðurinn. Ekki vegna þess að mér þætti bókin svo frábær, það finnst mér alls ekki. Heldur langaði mig að skoða þýðingu Jóns Kalmans á verkinu. Ég er orðinn svo mikill áhugamaður um þýðingar. Í stuttu máli fannst mér þýðing Kalmans aldeilis góð, svo góð að maður gæti haldið, vissi maður ekki betur, að bókin hefði verið skrifuð á íslensku.

Nú hef ég þétta dagskrá í dag! Best að fara að vinna. Yo!

ps. maður getur ekki látið það ónefnt í dagbók fyrir daginn 10. október 2017 að íslenska fótboltaliðið tryggði sér þátttökurétt á HM í Rússlandi 2018 í gær með sigri á Kósóvó í afar lélegum fótboltaleik.

IMG_0481
Bókin Loftskeytamaðurinn

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.