Espergærde. Frankfurt, nei takk

Ég hef oft hugsað um það síðustu vikur hvað mér er létt að hafa selt Hr. Ferdinand. Að starfa sem útgefandi er gott starf inni á hlýrri og notalegri skrifstofu, lesa bækur og tala við umboðsmenn. Af og til fer maður út á vígvöllinn, hittir bóksala, rithöfunda og þýðendur. Allt ósköp sakleysislegt. En samt er mér stórlétt. Ég er frjáls eins og fuglinn; les mér til skemmtunar og fer þangað sem ég vil. Nú, þessa dagana, er til dæmis bókamessan í Frankfurt og þaðan fæ ég kveðjur frá gömlum félögum úr bókaútgefendastétt sem segjast sakna mín. Það getur svo sem vel verið að einhver sakni mín en ég sakna ekki bókamessunnar í Frankfurt.

Í stað þess að fljúga til Frankfurt am Main var ætlunin að fljúga enn lengra suður á bóginn á laugardaginn. Við höfðum keypt flugmiða til Marokkó fyrir mörgum mánuðum og ætluðum að vera viku í höfuðborginni Marrakech (norð-vestur Afríka). En nú eru ferðaáætlanir okkar í nokkru uppnámi vegna veikinda í fjölskyldunni hennar Sus svo við tökum ákvörðun á föstudag hvort við fljúgum á laugardag eða ekki.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.