Espergærde. Veikur, syg.

Ég er veikur í dag, jeg er syg. Nótt martraða að baki, hósti, höfuðverkur og hiti. Ég mannaði mig þó upp úr bælinu klukkan hálfsjö. En það er ótvírætt merki um að ég er ekki á toppnum að ég gat ég ekki einu sinni hugsað um kaffibolla. Þegar strákarnir voru farnir af stað í skólann, skakklappaðist ég í vinnuna. Ég þarf að sinna hinu og þessu. Sus er á leið til Jótlands að hjálpa foreldrum sínum svo við strákarnir verðum einir næstu daga.

Ég hef ýmislegt skemmtilegt fram að færa í dag en hef þó ákveðið að draga mig í hlé frá kaktusnum, segja þetta gott í dag. Í stað þess að ég færi fréttir af mínu lífi væri vel þegið að fá uppörvandi sendingar frá heiminum fyrir utan kaktusinn. Svona til að gleðja mig í mínum vesaldómi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.