„Skrifaðu hvern dag, án vonar og án örvæntingar.“ Þetta las ég að Karen Blixen hafði sagt. Alltaf þegar ég hugsa um Karen Blixen dettur mér í hug servíettan hennar. Munnþurrkan. Og förin eftir varalitinn hennar á munnþurrkunni. Þetta er löng saga sem ekki verður sögð hér.