Ég stóðst ekki freistinguna. Mitt langþráða frelsi er rétt handan við hornið. Ég fékk síðasta verkefni mitt fyrir Politikens forlag í lok síðustu viku, á föstudagseftirmiðdegi, og ég hef verið að hugsa um það alla helgina. Þegar ég er búinn með þetta verkefni hef ég afgreitt allar mínar skyldur fyrir Politiken og verð þá gersamlega frjáls maður.
En ég stóðst sem sagt ekki freistinguna í morgun þegar ég ætlaði að fara að skrifa dagbókina, ég ákvað að leggja dagbókina í salt og byrja á síðasta verkefninu og reyna að koma því frá sem fyrst. Aldrei þessu vant sat dagbókin mín sem sagt á hakanum. Ég hef setið stjarfur í allan dag yfir þessu verkefni án þess að borða né drekka (er ekki alveg búinn en kemst ekki lengra í dag, mig vantar svör frá fólki við nokkrum fyrirspurnum).
Annars allt gott. Fengum lánaða íbúð í Berlín til að vera í yfir áramót. Yo!