Espergærde. Draugar fortíðar

Skrif mín í gær um minnisbókarfund minn á Bræðraborgarstíg fyrir nokkrum árum vakti athygli nokkurra lesenda Kaktusins. Í gærkvöldi fékk ég svo bréf frá aðila sem sagðist kannast við lýsinguna á minnisbókinni og innihaldinu og væri væntanlegur eigandi vasakompunnar. Ég má að sjálfsögðu ekki geta nafns eða gefa neitt í skyn hver sé hinn rétti höfundur minnisbókarinnar, ég má hvorki nefna kyn né aldur. Því hef ég lofað og ég má heldur ekki vitna í bréfið sem mér barst. En ég upplýsi að þetta voru ein fyndnustu skrif sem ég hef lesið lengi.  Ég get því miður ekki afhent eigandanum bókina aftur, kannski forlagsfólkið á Benedikt hafi rekist á bókina í einhverjum af gömlu hirslum Bjarts. Eða kannski barst vasakompan yfir til Bjarts á Víðimel í einhverjum af flutningakössunum. Ef bókin kemur í leitirnar sendið hana vinsamlegast til mín ég skal koma henni til hins rétta eiganda.

En mér skilst að með skrifum mínum í gær hafi ég vakið upp drauga fortíðarinnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.