Espergærde. Staðan klukkan 11:00 á sunnudagsmorgni

Ég hef farið seint að sofa nú um helgina. Í fyrradag voru Marie og kærasti hennar hér í mat og það var komið langt yfir háttatíma þegar þau fóru og í gær vorum við hjá Yoga-Jesper og Line ásamt fleirum og aftur var komið langt fram yfir háttatíma þegar við komum okkur heim og í bælið.

Nú er klukkan að verða 11:00 á sunnudagsmorgni. Ég vakna alltaf snemma, sama hversu seint ég sofna. Ég er búinn að rölta í rigningunni niður til bakarans, kaupa rúnstykki og við Sus erum búin að borða morgunmat, strákarnir sofa og einhverjir sofa inni hjá Núma (sennilega Tobias og Adam). Það er kyrrt hér á heimilinu. Kötturinn fylgist með mannaferðum út um eldhúsgluggann og ég sit og skrifa í dagbókina mín. Ole arkitekt er á leiðinni hingað. Hann ætlar að sýna okkur drög að húsinu sem hann er að teikna fyrir okkur og ivð ætlum að reisa í Hvalfirði.

Í dag þarf ég svo að fara að undirbúa ferð mína til Parísar á þriðjudag. Fellibylurinn Betsy krest athygli minnar.

Annars er mér furðulega illt í maganum og hef haft þessa magaverki nú í þrjá daga. Bara svo það sé líka fært til bókar. Þetta er staðan klukkan 11:00.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.