Espergærde. Ólífubónda berast bréf

Heyrði frá mínu fólki á Ítalíu í gær að ólífuuppskeran hefði verið sérstaklega góð í ár og gæði ólífunnar þau mestu í langan tíma. Þetta er „gegt“ gott. Góðar fréttir fyrir ólífubóndann.

Merkilegt nokk. Hingað hafa streymt ótrúlega mörg skeyti á mánudagsmorgni. Það er eins og fólk hafi einsett sér um helgina að skrifa mér á mánudegi. Ég lyftist allur, alveg upp í sjöunda himin, við að finna að fólk hugsar til mín og sendir góðar kveðjur.

Í einu bréfinu segir m.a.: „Hér er ný ríkisstjórn að verða til. Forsætisráðherrann (þetta er ótrúlega karllægt orð) er ung og réttsýn kona sem mun vonandi setja nýjan svip á samfélagið okkar. Ég vona að henni auðnist að afsanna allar þær andstyggilegu hrakspár sem vinstri vængurinn samfélaginu hleður að höfði hennar þessa dagana.“

Mikið er ég sammála þessu.

ps. ég er betri í maganum. Yo!

 

dagbók

Skildu eftir svar