Kastrup. Bahnhof-ale

Enn á ný á flugvellinum í Kastrup, hér er ég oft. Flugvélin á leið til Parísar stendur hérna fyrir utan gluggann og tekur bensín, vonandi nóg. Ég er einn á ferð. Hvernig dvölin í París verður á ég dálítið erfitt með að ímynda mér nú. Í síðustu ferð fyrir um það bil ári var ég gífurlega stressaður. Gat varla sofið fyrir stressi því ég ætlaði mér á ná svo miklu, afkasta svo miklu, á einni viku. Í gær átti ég samtal við samstarfsmann minn í hinu stóra leyniverkefni, það róaði mig.

„Taktu því rólega, settu þér hófleg markmið. Ekki ætla þér of mikið.“ Það er rétt.

Jóga-Jesper (hann stundar ekki jóga) hafði samband í gær og vildi fara að brugga það sem hann kallar Bahnhof Ale. Hann er bjórgerðarmaður og nú vill hann að við notum “bahnegården”, eins og hann kallar litlu lestarstöðina í Espergærde, sem sagt skrifstofubygginguna okkar, til að fara að brugga ale, þegar ég kem heim frá París.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.