París. Allt sefur.

Að fara snemma að sofa og vakna snemma. Er það ekki lykillinn? Ég er að minnsta kosti bjartsýnni í dag. París er þögul snemma á laugardagsmorgni. Allt sefur, meira að segja bakaríið á horninu sefur. Og líka hipparnir. Þeir sofa. Örugglega með ullarhúfurnar yfir svörtu krullunum.  Ég ætlaði satt að segja að byrja daginn á að hitta hippakaffihúsaeigendurna hérna niðri. Ég hafði velt vöngum um hvað ég ætti að panta með morgunkaffinu. Enginn hafragrautur í dag, ég var ákveðinn í því. En það var lokað og læst og ég varð því að hypja mig aftur upp og hella mér sjálfur upp á kaffi. Ég átti líka hart og þurrt baguette brauð sem ég kláraði ekki í örvæntingu minni í gær þótt ég hafi nánast gleypt í mig allt ætilegt í íbúðinni .

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.