Espergærde. Sunnudagur iðjuleysingja

Ég er langt á eftir áætlun. Hefði átt að vera búinn að skrifa dagbók dagsins fyrir löngu. En iðjuleysi mitt er að þróast í átt til tölverðs annríkis. Hér eru endalausar veislur og mannamót svo ég hef ekki tíma til að sinna minni ástkæru dagbók. Og þar að auki erum við að byggja hús og þá þarf maður að sinna arkitekt og vinna með honum í því sem í dag kallast hugmyndavinna.

En nú er komið kvöld. Ég hef sem sagt hitt Ole arkitekt og við höfum legið yfir teikningum í dag. Ég hefið verið á jólasamkomu, þar sem kunningjar hér í Espergærde hittast yfir jólaglöggi og kökum. Og svo var bruggdagur í dag. Við Jóga-Jesper og Henning settum saman brugggræjur á lestarstöðinni og nú er ég kominn heim. Jóga-Jesper er fyndinn gaur og gaman að vinna með honum því hann er svo lúmskt fyndinn. Og svo er það Henning, sem var að missa vinnuna og hann vill að við bruggum svo mikinn bjór að hann geti oðið bruggmeistari í fullu starfi.

Við gerðum ekki annað en að setja búnaðinn upp í dag og prufa að keyra nokkur prógömm. En gaman var það.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.