Espergærde. Jóladagur, yo.

Jóladagur. Dagur gleði og dagur trega og söknuðar. Í dag hlusta ég á sálma: „Enn það má eg aumur játa,/ angri vafinn, sýta og gráta:/ móðgað hef eg margfaldlega / mildi þína guðdómlega.“

Svona er ég nú; mér finnst gaman að hlusta á sálma. Það er auðmýkt í sálmasöng og líka gleði. Um leið er sálmahlustun mér eins konar skjöldur fyrir kaldhæðninni sem í dag þykir svo eftirsóknarverð og mér leiðist svo mikið. Líka vörn mín gegn öllu nöldrinu, sjálfsmeðaumkuninni og aumingjadýrkuninni. Gleðileg jól, yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.