Espergærde. Jóladagur, yo.

Jóladagur. Dagur gleði og dagur trega og söknuðar. Í dag hlusta ég á sálma: „Enn það má eg aumur játa,/ angri vafinn, sýta og gráta:/ móðgað hef eg margfaldlega / mildi þína guðdómlega.“

Svona er ég nú; mér finnst gaman að hlusta á sálma. Það er auðmýkt í sálmasöng og líka gleði. Um leið er sálmahlustun mér eins konar skjöldur fyrir kaldhæðninni sem í dag þykir svo eftirsóknarverð og mér leiðist svo mikið. Líka vörn mín gegn öllu nöldrinu, sjálfsmeðaumkuninni og aumingjadýrkuninni. Gleðileg jól, yo!

dagbók

Skildu eftir svar