Biðin

Nú, eftir töluverða bið, lenti rafbók Ármanns Jakobssonar í tölvupóstinum hjá mér. Eftir kaupin á bókinni barst mér linkur til rafbókarinnar frá forlagsversluninni sem virkaði ekki. Ég gat því ekki opnað bókina. Nú hef ég beðið eftir að komast í gang með að lesa söguna því það tók netbókabúðafólkið nokkurn tíma að senda nýjan link á mig. Ég hef svo sem haft nóg annað að lesa en ég var bara spenntur að kasta mér yfir Brotamynd eftir að mér hefur nú í tvígang verið bent á að þetta sé ein athyglisverðasta skáldsaga ársins.

Það var rólegur morgun hér á Søbækvej. Númi svaf hjá vini sínum og var því ekki heima, Davíð skaust yfir til félaga síns í næsta húsi svo við Sus sátum ein eftir og lásum blöðin í rólegheitum. Ég ákvað svo að rölta upp í tennisklúbb til að horfa á leik Thomasar Dunk, duglega mannsins, en hann tekur þátt í jólamóti tennisklúbbsins. Það var gaman að sjá hann spila og vinna sinn leik, Ég hefði líka viljað vera með en ég er á leið til Berlínar í fyrramálið og mótinu líkur ekki fyrr en þann 30. desember.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.