Kominn til Berlínar. Bý í íbúð sem ég fékk að láni. Hingað á ég brýnt erindi þar sem ég undirbý samtalsbók við Pep Guardiola; Sabbatárið í New York. Í nótt dreymdi mig að ég spilaði fyrir Manchester City. Ég var settur til að spila á miðjunni og fékk hlutverk De Bruyne; hinar löngu og hættulegu sendingar inn á milli keðjanna, það var mitt hlutverk. Ég var undrandi á að ég gat vel spilað á þessu leveli; og átti góðan leik. Við unnum 1-0 og ég átti sendinguna sem gaf fallegt mark.
Nú þarf ég að þjóta því ég á stefnumót, yo!