Hvað gerir maður við tómt rými í hjarta vesturbæjarins í Reykjavík?

Hver er skilgreiningin á geðbilun? Að gera það sama aftur og aftur og halda að niðurstaðan verði ólík í hvert skipti. Ég segi þetta nú vegna þess að ég hef enn einu sinni verið til jóga og niðurstaðan er sú sama: sársauki og örvænting. Ég verð að læra að það breytist ekki. Ég er fótboltamaður, ég er ekki jógagúrú.

Annars er kominn föstudagur. Tölvupósturinn hjá mér virkar ekki, einhver bilun hjá þeim sem hýsir og ég hef ekki fengið bréf í næstum sólarhring. Það gleður kannski einhverja, en ekki mig. Mig þyrstir í viðbrögð frá umheiminum.

Fékk þó bréf í gærdag um að einn af leigjendunum á Bræðraborgarstíg  væri að flytja út svo frá og með fyrsta apríl stendur helmingurinn af húsnæðinu tómur. Þar eru möguleikar! Fínasta húsnæði í hjarta vesturbæjarins í Reykjavík.

ps. Ég skil ekkert í því hvaða fólk les færslu frá sumrinu 2016 aftur og aftur og af hverju? Viku eftir viku er Fiatone. Hjartað slær ein mest lesna dagbókarfærsla Kaktusins.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.