Í gær fékk ég sendingu frá Íslandi; yfirlestur á einni af þýðingum mínum. Mér finnst alltaf gaman að fá góðan yfirlestur því það getur verið mjög lærdómsríkt. Ég hef unnið með mörgum sérlega færum og góðum yfirlesurum í mörg ár. Ég hef til dæmis verið svo heppinn að njóta krafta yfirburðarfólks eins og Helga Grímssonar, Ugga Jónssonar, Hauks Hannessonar, Ernu Valsdóttur, Árna Óskarssonar, Margrétar Eggertsdóttur … svo ég nefni nokkra af handahófi.
En sem sagt, nú komst ég í kynni við nýjan yfirlesara, konu sem ég hef ekki fengið nafnið á. Ég skemmti mér satt að segja konunglega yfir athugasemdum yfirlesara sem báru vitni um smekkvísi, þekkingu og gífurlega nákvæmni. Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar hún merkti við kommu og spurði hvort það gæti verið að þessi komma væri skáletruð, það væri erfitt að sjá, en það ætti hún ekki að vera.
Var þetta nokkuð Gerður Gunnars?
Veit ekki?