Samræmt look

Ég á oft í erfiðleikum með að finna bækur sem mig vantar í mínum góðu bókahillum. Ég hef til dæmis alltaf af og til síðustu mánuði reynt að finna ljóðasafn sem Palli gaf mér. Ekki man ég hvað bókin heitir – það man ég þegar ég finn hana – sennilega eitthvað með Úrval ljóða frá 20. öld eða eitthvað svoleiðis. En sem sagt, ég finn bara ekki þessa bók. Kannski hef ég tekið hana með mér út úr húsinu til að lesa á ferðum mínum, ég man þó ekki til þess. En bókina finn ég ekki.

Ég minnist á þetta því ég las um daginn að nú sé komin ný tíska í innanhússkreytingum. Allir bókakilir eiga að snúa inn í hillu. Það er, maður á ekki lengur að sjá kilina með sínum mismunandi litum og leturtýpum. Nei, bækurnar eiga snúa með pappírshliðina fram þannig að yfir bókahillum sé einn og sami litur, pappírslitur. Ekki veit ég hvernig ég á að finna bækurnar mínar ef þær snúa með kjölinn inn í bókahilluna. Þá fyrst lendi ég í vandræðum.

DSYuYt9WkAAGbt1.jpg

dagbók

Skildu eftir svar