Thetford og hinn heilagi Gral

Það eru ekki margir sem þekkja enska smábæinn Thetford en hann liggur rétt norð-austur af Cambridge. Í þessum litla bæ eru enn starfandi bókabúðir.

Árið 1997 prentaði enska bókaforlagið Bloomsbury barna- og unglingabók eftir unga konu í 500 eintökum. Forlagið hafði þegar tryggt sér 300 bóka sölu til bókasafna víðsvegar um England. Þau 200 eintök sem afgangs urðu voru seld til bókabúða. Bókin var sem sagt ekki nein gulluppspretta og þótti efni sögunnar í fyrstu ekki sæta neinum tíðindum. Titill bókarinnar var Harry Potter and the Philosopher’s Stone. Á kápu var prentað höfundarnafnið Joanne Rowling sem síðar var þekkt undir nafninu JK Rowling. Síðari útgáfur bókarinnar báru höfundanafnið JK Rowling þar sem markaðsmenn forlagsins héldu að það fældi unglingsdrengi (sem var áætlaður markhópur bókarinnar) að höfundur var kona. Töldu þeir því vænlegra að halda því opnu fyrir væntanlegum lesendum og kaupendum bókarinnar hvort JK væri karl eða kona.

Í síðstu viku var brotist inn í litlu bókabúðina í Thetford og einni bók stolið; fyrstu útgáfunni af Harry Potter og viskusteinninn. Bókin er metin í krónum og aurum á rúmar 6 milljónir króna. En í hugum þeirra milljóna Harry Potter áhugamanna er þessi bók ómetanleg, hinn heilagi Gral.

Yo, þetta var bókmenntamoli dagsins.

ps. ef ég væri handhafi audio-réttinda Harry Potter á Íslandi fengi ég Benedikt Erlingsson til að lesa bækurnar sem hljóðbók. Það yrði geggjað hitt!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.