Það er uppnám hér hjá hinum síðhærða dagbókarskrifara. Ég vaknaði of seint í morgun, klukkan var orðin hálf níu þegar ég kom mér á lappir. Niðri í eldhúsi beið mín þessi ógnarkaos eftir veisluhöld gærkvöldsins. Glös og matarílát út um allt. Ég var meira en klukkutíma að koma lagi á eldshúsið áður en ég gat fengið mér morgunmat.
Við Sus ákváðum að fá okkur langan göngutúr strax eftir morgunmatinn til að hressa okkur eftir skrall gærkvöldsins. En hér voru Henning og söngkonan Signe, Jóga-Jesper og Line. Það eru hressir gestir. Við gengum langan göngutúr meðfram ökrunum og út í Humlebæk og niður að ströndinni.
Þegar við komum heim kvartaði Davíð sáran yfir svengd svo ég flýtti mér að leggja á hádegisborð; spægipylsa, chili-rækjusalat og svo sauð ég egg. Klukkan var að verða hálftvö þegar ég var búinn að ganga frá eftir hádegismatinn og nú var komið að því að keyra Davíð til tennis! Kaktusinn varð að bíða.
Svo kom bréf frá félaga mínum á Íslandi sem er alltaf mér svo góður. Hann skrifar mér skemmtilegar skýrslur um lífið á Íslandi og hvað á daga hans drífur. Fín lýsing hans á morgunverkum í Reykjavík endaði á þessum orðum: „Og svo kíki ég af og til inn á Kaktus, skyldi Snæbjörn vera vaknaður, hvenær sest hann við tölvuna, hvað er hann að hugsa í dag?“ Já, ég var ekki búinn að skrifa Kaktusinn sökum anna.
Og nú þarf ég að drífa mig í bíó á myndina The Squere. Tvösýning í Humlebio. Hlakka til.
p.s. Strax eftir bíó ætlum við Jóga-Jesper að setja bjórinn okkar á flöskur. Það er spennandi!