Ferhyrningurinn

Ekkert varð úr bjórátöppun í gær eins og ég hafði áætlað. Jóga-Jesper (það er kannski ósanngjarnt að kalla athafnamanninn Jesper alltaf Jóga-Jesper, hann er sko enginn jógamaður)  var of þreyttur, hann hafði sofnað á sófanum og kom ekki á átöppunar-stefnumótið.

ÉG var líka aðeins of seinn þar sem bíómyndin, THE SQUERE, sem ég fór að sjá síðdegis í gær var lengri en ég hafði áætlað. Myndin er frábær. Mér varð einginlega oft hugsað til þess undir sýningunni að enn sé til afburðarfólk. Afburðarfólk er auðvitað sjaldgæft og það getur verið mikil gæfa að hitta slíkt fólk. 90% af öllu fólki hefur meira og minna  meðalgreind. Svo eru 5% í hvorum enda, vitleysingar og snillingar. Þeir sem hafa stýrt THE SQUERE, leikstjóri, klippari, músikfólkið og handritshöfundar eru aldeilis snjallt fólk. Þetta er intense kvikmynd og maður er svolítið móður eftir að hafa setið undir þessari hálfóþægilegu kvikmyndasýningu.

THE SQUERE er sýnd í litlu bíóhúsi í næsta bæ, Humlebæk; ætli þar séu ekki um 100 sæti  (rautt plussáklæði). Í gær var næstum uppselt en ég held að við Sus höfum verið yngstu bíógestirnir. Ég varð mjög undrandi að sjá allt þetta gamla fólk í bíó. Hvar er unga fólkið? hugsaði ég og sá svo eftir því að hafa ekki drifið Núma með. Hann hefði haft gaman af bíómyndinni. Ég er enn að furða mig á aldursdreifingunni á kvikmyndasýningunni í gær! Hvað hefur ungt fólk fyrir stafni? Samkvæmt því sem ég hef heyrt er meirihluti þess hætt að skoða dagblöðin, hætt að lesa bækur, hætt að fara í kvikmyndahús. Ég verð bara dapur, því mér finnst þessi iðja sjálfum svo skemmtileg.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.