Epli fyrir fuglana

Nú eru dagarnir langir hjá hinum síðhærða dagbókarritara. Ég var að vinna til klukkan hálf tvö í nótt og þegar klukkan hringdi í morgun klukkan tuttugu mínútur yfir sex fannst mér eins og ég hefði ekki alveg sofið nóg. Og sennilega var það rétt, ég var ekki tilbúinn til að fara á fætur.

Ég borðaði epli í morgunmat. Það geri ég annars aldrei. Þegar ég borðaði eplið varð mér hugsað til fuglana sem Jón Kalman fóðrar með eplum á veturna. Það eru hrafnar ef ég man rétt. Úti í garði hjá mér eru bara smáfuglar, og ég vil ekki lokka þá með epli því ég er hræddur um að kötturinn minn, hann Gattuso, reyni að veiða þessa litlu, saklausu fugla.

Ég er á eftir áætlun með allt í dag svo ég verð að hætta dagbókarhjali að sinni.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.