Kominn heim eftir stutta ferð upp í sveit; gistum í nótt á krá á Fjóni, við þrjú, Davíð, Sus og ég. Þetta er mjög notaleg krá og allt í topp klassa. Franskur matur, franskur kokkur. Mér skildist að Michael Laudrup og félagar hans hafi verið að kaupa staðinn í síðustu viku. Ég hefði eiginlega viljað vera lengur en þar sem ég þurfti að mæta á tennisæfingu klukkan 14:30 þurftum við að bruna í bæinn klukkan ellefu. Það er fallegt á þessum slóðum
Þetta er ekki dagbókardagur. Ég er ekki upplagður til að skrifa í dag.