Skemmtilegheit á klukkustund

Ég sé á FitBit armbandinu mínu, sem ég hef á úlnliðnum og mælir svo margt hjá þeim sem ber það; svefn, skref, gáfur og skemmtilegheit pr. klukkustund, að ég hef sofið lítið í nótt. Tæpa fimm tíma. En ég er hress skv. FitBit-appinu, bæði gáfur og skemmtilegheit eru á þessari stundu vel yfir hinu daglega meðaltali.

Ég fór seint að sofa í gær. Þýðingin sem ég vinn að er langt komin og ég stefni á að hafa komist í gegnum hana áður en við leggjum af stað til Dubai á föstudaginn eftir viku. Ég þarf að halda vel á spöðunum og truflun eins og sú sem ég stend frammi fyrir á þessu andartaki er ekki velkomin. Ég á að vera mættur eftir 18 mínútur niður í Rungsted þar sem ég á að leysa verkefni sem tekur mig sennilega um það bil þrjár klukkustundir. Ég er nefnilega „innri endurskoðandi“ í húsfélagi sem ég er meðlimur í. Það er auðvitað það allra vitlausasta sem félag getur gert; að velja mig til eftirlitsstarfa, mann sem hefur ekki eitt endurskoðendagen í kroppnum.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.