Guð og vísindin

Ég las í gærkvöldi bókagagnrýni um nýja bók hinnar skarpskyggnu Marilynne Robinson og eins og oft áður þegar ég les athyglisverða umfjöllun verð ég ekki rólegur fyrr en ég hef komist yfir bókina. En það var að koma nótt svo ég lét það eiga sig. Staða Marilynne Robinson er óvenjuleg í amerískum bókmenntum. Hún er sjálf trúuð prestsdóttir og fjallar um Guðstrúna og mikilvægi hennar á greindarlegan hátt í ritgerðum sínum og skáldsögum.

Skortur á sönnunum er ekki sönnun um skort, eins og hún segir, og ef maður samþykkir það, útiloka náttúruvísindin og trúin á Guð ekki hvort annað. Það er rúm fyrir hvort tveggja. Vísindin hafa sín nákvæmt skilgreindu verkefni, en vísindin standa ekki og falla með því hvort þeim takist að finna svar við öllum spurningum. Vísindin þurfa ekki að hafa kenningar um allt. Getum við útskýrt skammtastærðfræðina þannig að hún sé skiljanleg? Getum við útskýrt kærleikann og góðviljann. Löngun okkar til að afla hins andlega ríkdóms? Vísindin hefur sýnt okkur mátt sinn en líka veikleika sína. Þetta segir Marilynne.

 

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.