Í einangrun

Það gerist ekki margt óvænt hjá mér þessa dagana. Ég hef satt að segja einangrað mig þar sem ég vil reyna að klára þýðingu sem ég er að vinna að fyrir ferð mína til Dubai á laugardag. Ég hef unnið fram á nótt öll kvöld í þessari viku og þétt þýðingaráætlun mín heldur enn. Í kvöld ætla ég á tónleika inni í Kaupmannahöfn, í DR-salnum sem á að vera frábær smíð, svo nú raskast planið og kraftaverk þarf til að ég nái að klára fyrir Dubai. Þýðingarstörfum lýkur því klukkan hálffimm í dag.

ps. það er vert að færa inn í dagbókina í dag nafnið Clara. Hin ítalskættaða Clara.

 

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.