#Björgum Kalman

Á leið til Dubai og sit því á flugvellinum í Kastrup og bíð eftir að arabíska flugfélagið sé reiðubúið til að fljúga af stað með mig, Núma, Davíð og Sus suður til Arabíu. Opinbert erindi mitt til Dubai er að frelsa bækur Jón Kalmans frá sölubanni og koma þeim aftur í sölu í þarlendum bókabúðum. Hitt erindi mitt er að spila tennis. Við hótelið okkar er tennisvöllur og á tennisvellinum er víst þjálfari sem er tilbúinn að senda tennisáhugamann eins og mig vallarhornanna á milli. Að elta bolta er mín mikla gleði. Þriðja erindi mitt er að klára að lesa bók Kristínar Eiríksdóttur, Elín, ýmislegt. Þótt ég hafi haft bókina í nærri eina viku hef ég bara lesið 3 blaðsíður. Ég hef bara ekki haft orku til að lesa því ég hef þýtt fram á nætur. Að vísu hef ég laumast til að taka JM Coetzee bókina Vansæmd með. Ég las hana mér til mikillar gleði fyrir mörgum árum og allt í einu langaði mig svo að lesa hana aftur.

Ég var að vísu að leita að Lolitu, eftir Nabokov í bókahillunum mínum. Mig minnti nefnilega að Hallgrímur Helgason hafi þýtt en ég finn aldrei þær bækur sem mig vantar í bókahillunni minni. Ég fann sem sagt Vansæmd í staðinn. Fínt.

Í gær fékk ég tilboð í útgáfu á bók minni um Pep og sabbbatár hans í New York. Ég velti því fyrir mér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.