Morgunn í landi Araba

Vaknaður í Dubai og búinn að kíkja á tennisvöllinn. Perfect!  Við komum í nótt á hótelið eftir nokkra keyrslu með ungri konu sem ók greitt í gegnum nóttina. „Sorry,“ sagði hún í hvert skipti sem hún bremsaði snögglega og leit brosandi á mig sem sat í framsætinu við hlið hennar. Nú er morgunn svo ég hef eiginlega ekki enn fundið lyktina af landinu. En hér skín sólin og yljar mér. Það er notalegt og góð skipti frá vetrakuldanum í Danmörku.

Sá fína kvikmynd í fluginu: Billboards Outside Ebbing Missouri. Rosaleg leikkona er hún  Frances McDormand. Ha?

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.