Glappaskot bókaútgefenda

Hingað til Danmerkur, inn á mína fínu skrifstofu sem er full af músik og upplyftandi andrúmslofti, berast þær fréttir að Félag íslenskra bókaútgefenda hafi valið sér nýjan formann. Engan annan en sjálfan Heiðar Inga Svansson, útgefanda námsbóka hjá Iðnú forlaginu. Ég hef ekkert illt að segja um Heiðar, hann er góðviljaður maður og vænn. En satt að segja hafði ég haldið að Guðrún Vilmundardóttir fengi formannsstóllinn. Minn gamli og góði samstarfsmaður hefði verið kjörin í þetta starf, það er ég viss um og ég hefði haldið að hún hefði verið betri kostur en Heiðar Ingi. Stíll G.V. hentar bara betur á þessum tímum. En sennilega er G.V. ekki vinsæl meðal allra stjórnarmanna félagsins. Þeir karlmenn sem hafa setið lengi í stjórn félagsins hafa væntanlega ekki verið tilbúnir að afhenda formennskuna til nýbakaðs forleggjara og þeir hafa örugglega sínar ástæður fyrir því. En það er í mínum huga glappaskot.

Ég segi þetta þar sem ég er viss um að félagið hefði flogið hærra undir stjórn G.V. og það er einmitt sem bókaútgefendur þurfa á að halda um þessar mundir. Hátt flug, sveiflu, dirfsku, fjör og meira fjör. Yo!

Þótt hér á skrifstofunni hjá mér sé söngur og gleði er smáskuggi yfir öllu. Á meðan ég var í Dubai og dáðist að Rolls Royce-, Bentley-, Lamboghini-bílunum, gullinu og demöntunum, stóru glerbyggingunum, snekkjunum, feitu körlunum og öllum olíuauðsleiktjöldunum, gekk einhver berserksgang hér á brautarpallinum í Espergærde og braut yfir 20 rúður á skrifstofunni minni.  Það voru glerbrot um öll gólf. Ekki falleg sýn en nú er glermaðurinn að vinna að því að setja nýjar rúður í gluggarammana. Allt er gott.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.