Er það ekki gott að nasistarnir höfðu ekki aðgang að facebook?

Á facebook er oft talað tungumál hatursins (sumir nota miðilinn auðvitað bara til að sýna dýrin sín eða einverjar dýrabrellur fyrir fólk sem leiðist. Ég er ekki að tala um það fólk) Er það ekki gott að nasistarnir höfðu ekki aðgang að facebook? Nóg er samt um þetta ógnarhatur sem spúð er út af sæmilega skynsömu fólki á þessum miðli nú til dags.  Þar er furðulega auðvelt að kynda undir bál múgsefjunnar. Ég er að minnsta kosti feginn að facebook var ekki til á tímum nasismans. Ég sé hvað fólk er reiðubúið að segja um náunga sinn á þessum miðli, nota orð sem það mundi aldrei tjá annars staðar. Tileinka fólki ranglega eiginleika eða skoðanir sem það mundi ekki dirfast að orða annars staðar, að minnsta kosti ekki augliti til auglitis við viðkomandi. Allt er þetta í nafni hatursins. Á þessum félagsmiðli er hatrið á autopilot og þar er skjól fyrir óhuggulega neikvæðan og niðurlægjandi hroða. Þar grasserar hin vitsmunalega leti, hver lepur eftir öðrum sína sjálfvirku frasa því  enginn nennir að setja sig almennilega inn í málin. Twitter er skárra þá er hatrið takmarkað við 140 bókstafi. Á facebook er hatrið óendanlegt.

Ég hef ákveðið að koma til Íslands þann 18. mars. Þeir sem vilja ekki hitta mig geta forðað sér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.