Afmælisgjöf með væntumþykjuafslætti

Sus á afmæli á morgun og ég hef verið að hugsa um hvað ég eigi að gefa henni í afmælisgjöf síðustu vikur. Ekki get ég keypt handa henni lakkríspípur, hún er ekki svo hrifin af lakkríspípum. Og ekki finnst henni Pepsi Max gott. Ég get ekki keypt föt á hana þótt hún yrði glöð að fá föt, ég kann ekkert á föt, hvorki mín eigin eða annarra. Ég er bara súperhallærislegur af náttúrunnar hendi og ekkert er við því að gera. Ég er líka ánægður með það,  minn stíll. Yo! En þar sem ég get ekki glatt Sus með fötum eða Pepsi hef ég ákveðið að gefa henni málverk frá Íslandi og ég hef hugsað lengi um að mig langar að hafa mynd eftir Húbert Nóa á veggjunum heima hjá mér og ég veit að fátt mundi gleðja Sus meira en Húbba-málverk. Ég hef þekkt Húbert svo lengi, það verður gott að hafa mynd eftir hann fyrir augunum.

Í síðustu viku talaði ég við Húbba og fékk myndir af nokkrum myndum sem komu til greina. Hann vildi gefa mér „vinskaps og væntumþykjuafslátt“ af myndunum sínum. Mér hlýnaði auðvitað um hjartarætur að fá svona fallegt tilboð. Mynd af Breiðafirði varð fyrir valinu. Mér finnst hún mjög falleg.

ps. Sus les ekki dagbókina mína svo það er allt í lagi að birta mynd af afmælisgjöfinni daginn fyrir afmælið.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.