Dagur í Osló í gær. Hittum gamlan félaga okkar úr forlagsbransanum, Thomas og borðuðum hádegismat með honum. Sátum á gamla Ibsen kaffihúsinu, (þar sem Ibsen borðaði hádegismat á hverjum degi) og spjölluðum. Skyndilega kemur inn á veitingahúsið fyrrum forstjóri Bonniers, Jonas Axelson og með honum Håkan Nesser (sænski glæpasagnahöfundurinn) og Catharine, útgáfustjóri Gyldendals. Það voru fagnaðarfundir og allt í einu var maður aftur kominn í sitt gamla hlutverk sem forleggjari. Gaman að hitta allt þetta forlagsfólk.

En í dag hef ég rennt mér á skíðum. Það er aldeilis flott að vera á skíðum hér í Hafjell. Flott skíðasvæði,

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.