Aðalhlutverk í kvikmynd?

Nú er ég eins og almennilegur maður, ekki auðnuleysingi með sítt hár og ráðvillt augnaráð. Nei, ekki í dag, því ég tek lestina til Kaupmannahafnar með hinum vinnudýrunum. Allir á leið til vinnu á skrifstofunni sinni og nýta tímann í lestinni til klára skýrsluna sína, svara helgar-meilunum og undirbúa fundi dagsins í höfðinu. Ég er hins vegar á leið til kvikmyndagerðarmannsins og félaga hans. Þeir hafa blandað mér inn í eitthvað verkefni sem ég veit ekki mikið um og ég veit ekki einu sinni hvort ég hafi tíma til að taka þátt í þessu ævintýri þeirra. Kannski á ég að leika aðalhlutverk í kvikmynd. Ég hef mörg verkefni þessa dagana.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.