Andargift í farteski

Í gær keypti ég miða á fyrirlestur hjá ameríska rithöfundinum Jonathan Safran Foer sem hann heldur í næstu viku í Louisiana-safninu hér rétt hjá mér í Humlebæk. Jonathan er sennilega þekktastur fyrir bók sína Extreamely Loud & Incredibly Close, og jú hann er líka þekktur fyrir fyrstu bók sína Everything is Illuminated. (Þessar bækur hafa ekki komið út á íslensku) En hvað um það. Ég er búinn að kaupa miða og í tilefni af því las ég nokkur viðtöl við hann til að undirbúa mig undir að hlusta á hann.

„Ég hef aldrei á ævinni verið fullur andargiftar, það er bara ekki hluti af lífi mínu sem rithöfundur. Í mínu tilviki er það að skrifa spurning um viljastyrk. Ég hef ekki eina einustu hugmynd um hvað ég ætla að skrifa þegar ég sest niður – hugmyndirnar koma á meðan ég skrifa. Ég trúi ekki á innri monologa. Ég tala ekki við sjálfan mig á göngutúrum. Ég er bara móttækilegur – þegar eitthvað skeður, bregst ég við. Ég skrifa í þrjá eða fjóra tíma hvern dag og ég sit og læt mig hafa það að sitja og vinna,“ segir Foer.

Ég segi frá þessu hér því ég hef lesið nokkur íslensk skáldainnlegg sem kallast Dagur við skriftir á bókmenntasíðunni Bókaskapur Ástu S. þar sem nokkrir rithöfundar lýsa vinnudegi sínum. Og það merkilega er að sá þráður sem allir rithöfundarnir hanga í er sá sami: að skrifa er erfitt. Að sitja á rassinum og einbeita sér að skrifa af andríki er hunderfitt. Ég trúi því.

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.