Þetta er mitt gras

Ég vaknaði á Íslandi í morgun. Agla litla fékk leyfi til að sofa inni hjá mér; hún vildi vera viss um að hún mundi vakna með mér til að fara í bakaríið. Súkkulaði-croissant í morgunmat var hennar stóra markmið. Í gær átti ég á fundi með byggingarverktaka á Kaffi Vest, það er skrifstofa mín á meðan ég dvel hér. En það var eins og ég hefði verið dauðadrukkinn á fundinum með verktakanum því ég gleymdi bæði töskunni minni og veskinu á kaffihúsinu og uppgötvaði ekki fyrr en í morgun þegar ég var á leiðinni til bakarans að ég hafði ekkert veski á mér. Mér til varnar er að ég var bæði með minn málóða Styrmi og Öglu með á fundinum svo það var nóg um að hugsa; tala um byggingarmál og svara spurningum litlu barnanna á sama tíma.

ÉG gekk með Öglu og Styrmi á leikskólann í morgun og þegar ég gekk yfir íslenskan móa við Ægisíðuna fékk ég þessa sterku tilfinningu fyrir að vera Íslendingur. Hér á ég heima, hugsaði ég. Þetta er mitt gras, ekkert gras í heiminum er eins og þetta gras. Þetta er mitt gras.

IMG_1164

 

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.