Verkkvíði og nýtt met.

Ég veit ekki hvort ég eigi að minnast á það enn og aftur en ég trúi á vorið, ég trúi á birtuna og ylinn. En hér er snjór.

Ég svaf í 9:16 mínútur í nótt og er það nýtt met skv. fitBit-tækinu mínu og ætti ég nú að vera úthvíldur og geta tekið mig saman til að vinna í verkefni sem ég er búinn að ýta of lengi á undan mér vegna einhvers konar verkkvíða eða hvað það er sem kemur í veg fyrir að ég helli mér á fullum krafti í verkefnið.

Þegar ég var á Íslandi fannst mér athyglisvert hvað Kaffi Vest hefur breytt miklu fyrir vesturbæinn sunnan Hringbrautar. Þar er líf og kraftur og töluverð upplyfting fyrir Vesturbæinn. Eiga þeir félagar Pétur Marteinsson og Gísli Marteinn heiður skilinn fyrir að láta þessa kaffihúsahugmynd verða að veruleika. Ég sakna svona staðar hér í Espergærde.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.