326 milljón mínus 8 þúsund. Hvað er það?

„Hve margir búa í Bandaríkjunum? spurði rithöfundurinn Jonathan Safran Foer út í áheyrendasal. En höfundurinn er gestkomandi hérna í Danmörku um þessar mundir og ég fór að hlusta á fyrirlestur hans í Louisiana-safninu í gær. Einhver af áheyrendunum greip símann sinn og Googlaði mannfjöldatölur í Bandaríkjunum.
„326.000.000,“ kallaði maðurinn upp.
„326 milljónir. OK. Ég veit svo sem ekki hvort það sé gott eða slæmt; en til þess að bók komist inn á metsölulista New York Times – og það þykir bara ansi mikið afrek – þarf maður að selja 8.000 eintök á viku. Ég veit heldur ekki hvað 326.000.000 mínus 8.000 er?  Þið getið reynt að reikna það. En mismunur þessara tveggja talna eru þeir íbúar Bandaríkjanna sem kaupa ekki metsölubók vikunnar.  Þetta sýnir hvað bókmenntir og bóklestur er stundaður af ótrúlega fáum. Þetta er örlítill hópur, sennilega jafnstór hópur og stundar pílukast. En samt heyrist rödd bókmenntafóls ansi víða og þetta er hávær hópur.“

Jonathan Safran Foer er í Danmörku til að kynna heimildarmynd sýna Eating Animals. En hann hvetur fólk til að borða minna kjöt eða jafnvel borða ekkert kjöt aðallega af tveimur ástæðum: 1) Kjötiðnaðurinn er stærsti CO2 mengunarvaldur í heiminum. Ef við minnkuðum kjötneyslu þannig að allir borðuðu kjöt einu sinni sjaldnar í viku mundi CO2 minnka sem nemur samanlögðum útblæstri alla í bíla í heiminum. 2) Meðferð kjötiðnaðarins á dýrum er hrikalegur og ekki hugsandi fólki samboðinn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.