Æskuslóðir Peps

Hó, á flugvellinum í Kastrup. Aftur. Nú á leið til Spánar, bæði Malaga, Sevilla og ekki síst á æskuslóðir Pep Guardiola, Santpedor. Við verðum alla næstu viku á Spáni. Og þá kemur hin mikilvæga spurning um lesefni. Meðferðis hef ég bók Patricks Modiano, Dóra Bruder í þýðingu Sigurðar Pálssonar og nokkrar ævisögur ritaðar um Pep sjálfan.

Ég verð alltaf glaður þegar einhver rífur sig upp og gerir eitthvað gott í þágu bókmennta, lista, menningar eða hvaðeina sem gerir lífið enn fallegra. Ég er orðinn áskrifandi af Leslistanum svokallaða. Það eru tveir ungir menn sem taka saman einu sinni í viku það athyglisverðasta sem þeir hafa lesið í vikunni sem leið. Þetta er einfalt, maður fær tölvupóst þar sem þeir félagarnir fara yfir það helsta, benda á skemmtilega hlekki og skemmtilegt lesefni. Þetta er fínasta framtak. Hingað skrifar maður póst.

Eins finnst mér aðdáunarvert að hægt sé að halda út jafn öflugir síðu og Starafugli. Þar eru stundum fínar greinar. Meira af slíku.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.