Það sem mönnum er sameiginlegt

„Snæi minn, eitt verður þú að vita … eða læra.“
„Já, hvað er það?“
„Þú þarft að eiga sjóð, eins konar varasjóð. Það kemur að því í lífi hvers manns að hann langar, eða finnur sig knúinn til að flýja burt frá eigin lífi – þetta er sennilega það eina sem allar mannverur eiga sameiginlegt – og þá er nauðsynlegt að eiga sjóð.

Þetta samtal átti ég einu sinni fyrir löngu við kunningja minn.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.