„Snæi minn, eitt verður þú að vita … eða læra.“
„Já, hvað er það?“
„Þú þarft að eiga sjóð, eins konar varasjóð. Það kemur að því í lífi hvers manns að hann langar, eða finnur sig knúinn til að flýja burt frá eigin lífi – þetta er sennilega það eina sem allar mannverur eiga sameiginlegt – og þá er nauðsynlegt að eiga sjóð.
Þetta samtal átti ég einu sinni fyrir löngu við kunningja minn.